Hin fullkomna uppskrift að hasarmynd inniheldur hetju og vonda kallinn. Hetjan sigrar vonda kallinn og allir ganga glaðir inn í næsta dag. Þetta er þó ekki alltaf tilfellið. Í gegnum tíðina hafa margar ástsælar kvikmyndapersónur látið lífið á hvíta tjaldinu. Illmennin hrynja niður eins og lauf að hausti en hetjan þarf þó stundum að heilsa snemma upp á manninn með ljáinn.

 

maxresdefault

ER YKKUR EKKI SKEMMT?

Gladiator

Maximus Decimus Meridius er sá allra besti þegar kemur að hernaði. Eftir að hafa leitt Róm til sigurs gegn Germönum er hann tekinn til fanga þegar hinn sjúklega öfundsjúki keisarasonur Commodus útskúfar honum. Maximus þarf að berjast fyrir lífi sínu hvern dag sem skylmingaþræll og að lokum er skorað á hann í einvígi af Commodusi sjálfum.
Fyrir einvígið mikla er Maximus stunginn í síðuna af Commodusi. Stunga þessi átti eftir að spila stórt hlutverk en vegna hennar gat Maximus ekki beitt sér nógu vel og að lokum dregur sárið hann til dauða. Maximus fær þó uppreisn æru sinnar þar sem hann drepur keisarann Commodus, sem hafði látið myrða fjölskyldu Maximusar, fyrir framan allt hans fólk áður en hann sjálfur lyppast niður í sandinn, loksins kominn heim.

 

 

maxresdefault (1)

FRELSI OFAR ÖLLU

Braveheart

Eftir að hinn skoski William Wallace gerir uppreisn gegn Englendingum byrjar fólk að hafa trú á því að Skotland geti losnað undan Englendingum og fengið frelsi sitt aftur. William leiðir her sinn gegn Englendingum. Þegar Wallace er svikinn af föður Roberts, vinar síns, er hann tekinn til fanga og tekinn af lífi fyrir landráð.
Wallace er hengdur upp og pyntaður fyrir framan fullt torg af fólki. Wallace mun verða veittur skjótur dauðdagi svo framarlega sem hann biður um grið. Þegar síðasta tilboð um skjótan dauðdaga kemur á borðið er aðeins eitt orð sem Wallace getur hugsað sér að segja. Frelsi.
Hvítur klúturinn fellur til jarðar úr hönd Williams Wallace þegar hann liggur afhöfðaður á tréplankanum en hvíta flagginu var ekki kastað. Robert leiðir her skoskra manna gegn Englendingum og sigrar þá að lokum með minningu vinar síns William Wallace að leiðarljósi.

 

Old_Don_Vito

FJÖLSKYLDAN FYRST

Godfather

Eftir að hafa stjórnað glæpastarfsemi New York borgar finnur Vito Corleone sig knúinn til að leita sátta við hinar glæpafjölskyldurnar. Eftir að Sonny, sonur hans, er myrtur og hinir synir hans í hættu nær Vito að sannfæra hinar fjölskyldurnar um að hann muni ekki leita hefnda fyrir son sinn og að Corleone-fjölskyldan muni ekki skipta sér af heróínbransanum. Þá ná þeir sáttum.
Fjöldinn allur af glæpamönnum og foringjum hafa haft ástæðu til að myrða Vito en hann mun að lokum þurfa að horfast í augu við dauðann vegna hjartaáfalls. Eftir stutta veru í garðinum með barnabarni sínu, þar sem appelsínubörkur fær meðal annars nýjan tilgang, fellur hann niður milli runnanna, dauður.

 

 

titanic_the_final_moment-wide

VOT OG KÖLD GRÖF

Titanic

Jack Dawson, fátækur myndlistarmaður, vinnur miða í jómfrúarferð Titanic. Á skipinu ósökkvandi tekst Jack að bjarga lífi hinnar ungu hefðarfrúr, Rose Bukater. Ástir takast með Jack og Rose en þar sem hann er aðeins skítugur og fátækur myndlistarmaður og hún af ríkum ættum komin þurfa þau að fela samband sitt og þá sérstaklega fyrir unnusta Rose. Þegar Titanic byrjar að sökkva eru góð ráð dýr. Með snilli Jacks ná hann og Rose að lifa það af þegar skipið sekkur niður á hafsbotn ásamt því sem Jack kemur Rose fyrir á tréhurð sem hún notar til að halda sér úr nístingsköldum sjónum.
Þar sem aðeins er pláss fyrir einn líkama á hurðinni þarf Jack, hetjan okkar allra, að troða marvaða ásamt því sem hann heldur sér á brún hurðarinnar með líkamann í köldum sjónum. Rose er bjargað og mun lifa löngu lífi en rétt áður en björgun Rose á sér stað, sekkur frosinn líkami Jacks niður á hafsbotn og er þar eflaust enn.

 

Scarface-4

KÓKAÍNKÓNGURINN

Scarface

Hinn kúbverski Tony Montana mætir til Miami með besta vini sínum, Manny Ribera. Eftir að hafa svikið kókaínjöfurinn Alejandro Sosa þarf Tony Montana að mæta örlögunum á heimili sínu.
Þegar menn Sosa mæta á svæðið og byrja að drepa menn, grefur Tony andlit sitt í kókaínfjall á skrifstofu sinni, tekur upp sprengjuvörpu sína og segir hin ódauðlegu orð: „Say hello to my little friend.“ Þar sem Tony stendur á svölum húss síns er hann skotinn margsinnis af mönnum Sosa en stendur þó enn. Það er ekki fyrr en hann er skotinn með haglabyssu í bakið sem Tony Montana fellur niður stigasvalir sínar í vatnsbrunn.

 

shining-freezing

GADDFREÐINN AF GEÐVEIKI

The Shining

Jack Torrance er rithöfundur með ritstíflu og fær þá frábæru hugmynd að „hugsa um“ hótel yfir veturinn. Með honum í för eru kona hans og sonur. Dularfullir atburðir hafa átt sér stað í þessu hóteli áður og ekki líður á löngu þar til Jack sturlast og reynir að myrða fjölskyldu sína.
Haldandi á exi eltir Jack son sinn, Danny, í gegnum völundarhús á lóð hótelsins sem er þakið snjó. Sonur Jacks nær að blekkja föður sinn með því að búa til falska slóð í völundarhúsinu og Jack endar á því að rata ekki til baka og frýs að lokum til dauða.

 

Anakinredeemed

FAÐIR OG SONUR

Star Wars

Þegar kemur að illmennum er aðeins einn sem toppar þá alla. Svarthöfði. Fastur í myrku hlið máttarins er hann sá sem flestir hræðast og ekki að ástæðulausu. Grimmur og miskunnarlaus, ásamt því að vera auðþekkjanlegur sem gríma hins illa, stjórnar Svarthöfði keisaradæmi hins illa keisara.
Svarthöfði fer með son sinn, Loga geimgengil, á fund með hinum illa keisara og freistar þess að snúa honum til hinnar myrku hliðar. Logi geimgengill berst við föður sinn og sker af honum hægri höndina en þá tekur keisarinn til sinna ráða. Þegar Logi neitar að myrða föður sinn ákveður keisarinn að drepa Loga. Þar sem Svarthöfði horfir á þegar keisarinn er í þann mund að myrða son hans kemur föðureðlið fram og hann fleygir keisaranum illa niður í hyldýpi í gegnum mitt Helstirnið. Aðframkominn af sársauka og þreytu biður Svarthöfði son sinn um að taka grímunni af sér. Sé gríman tekin af Svarthöfða mun hann deyja en þrátt fyrir það er það hans hinsta ósk að sjá son sinn með eigin augum og að lokum lætur hann lífið, sem góðmenni, í höndum sonar síns.

 

 

sb_thelma_and_louise

ÞJÓÐVEGUR EITT TIL HIMNA

Thelma and Louis

Bestu vinkonurnar Thelma og Louise ákveða að fara í tveggja daga veiðiferð til að komast burt frá rútínu lífs síns. Á leið sinni stoppa þær á bar þar sem Harlan Puckett, maður sem Thelma dansaði við, reynir að nauðga henni. Lousie skýtur Harlan og drepur hann. Vinkonurnar þurfa að flýja og á leið sinni lenda þær í því að vera rændar, sprengja upp trukkabíl og með lögregluna á eftir sér.
Þegar þær sjá loks enga undankomuleið ákveður Thelma að hún vilji ekki eyða restinni af lífi sínu í fangaklefa. Hún spyr Louise hvort þær eigi ekki bara að „halda áfram“, Louise spyr hvort hún sé viss um að þær ættu að halda áfram og Thelma kyssir hana, segir já og stígur bensínið í botn. Bíllinn flýgur fram af kletti og er á beinustu leið niður í Miklagljúfur en þá stöðvast myndin einmitt og kreditlistinn rúllar.

 
Reservoir Dogs
Þegar átta menn, sem þekkja hver annan gott sem ekki neitt, koma saman til að fremja demantarán eru góð ráð dýr. Sex af mönnunum nota dulnefni en það eru herra Bleikur, herra Hvítur, herra Brúnn, herra Blár, herra Ljós og herra Appelsínugulur. Ásamt þeim er foringinn Joe Cabbot en hann valdi einmitt alla mennina í verkið.
Þegar á ráninu stendur er herra Appelsínugulur skotinn í magann. Þeir flýja í vöruskýli og þar hittir herra Bleikur félaga sína og er sannfærður um að einhver í hópnum sé lögreglumaður í dulargervi. Eftir nokkur samtöl, sem sýna algjöra snilli Tarantino sem handritshöfundar, er komið að lokasenunni.
Herra Hvítur drepur herra Bleikan til að koma herra Appelsínugulum til varnar og þar sem herra Appelsínugulur, grunaður um að vera lögregla, liggur í blóði sínu ætlar Joe Cabbot að skjóta hann. Herra Hvítur kemur herra Appelsínugulum til varnar, miðar byssu á Joe og að lokum standa þeir þrír: herra Hvítur, Joe Cabbot og Eddie, sonur Joe, miðandi byssu hver á annan. Eddie tryllist og ákveður að skjóta herra Hvítan en þrjú skot ríða af og allir liggja.

reservoirdogs

BANG, BANG, BANG!

 

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts