Í gegnum tíðina eignumst við ýmis áhugamál sem við stundum svo misvel eftir því sem tími, efni og aðstæður leyfa. Það er um að gera að prófa sem flest á ævinni og finna hvað á við mann og hvað maður fílar. Sum áhugamál fylgja manni alla ævi og önnur ekki.

Tvö áhugamál er ég nýbyrjuð að stunda aftur: fara í kvikmyndahús og fylgjast með fótbolta. Og að sjálfsögðu ákvað ég eftir nokkur mögur ár að taka þau bæði með trompi. Síðustu tíu daga er ég búin að fara fjórum sinnum í bíó, þar af þrisvar í sama kvikmyndahúsið (ég er samt ekki enn orðin svo heimavön að ég reki fólk úr sætinu mínu). Ég fylgdist síðan eins og allir hinir með EM í fótbolta, tók þátt í tippleik og öllum til undrunar, og sjálfri mér eiginlega langmest, varð ég tippmeistari hópsins og fékk þennan fína eignarbikar að launum, ásamt bíómiða (akkúrat!) og snyrtivörusetti (ég verð auðvitað að lúkka vel í bíó og í næsta tippleik).

Þar sem að ég virðist ekki eiga í neinum vandræðum með að fá fólk til að fara með mér í bíó og enski boltinn byrjaði að rúlla síðustu helgi, þá er ljóst að ég mun stunda bæði þessi áhugamál áfram af kappi. Ég þarf bara að finna mér eitthvert gott lið að halda með, Liverpool kemur sterkt inn.

Ég er alltaf opin fyrir nýjum hugmyndum að áhugamálum, helst samt þeim sem fela í sér að ég sé með báða fætur á jörðinni (fallhlífarstökk er til dæmis algjörlega out). Vinkona mín ein stakk þeirri hugmynd að mér fyrir tveimur vikum að taka þátt í WOW cyclothon á næsta ári, ég held ég leggist aðeins undir feld og sofi á þeirri hugmynd. Samt er ljóst að ég get ekki legið of lengi yfir henni, maður þarf víst að vera í formi fyrir svoleiðis hjólaferð.

2016, Aldís Pálsdóttir, Ásta Garðarsdóttir, séð & heyrt, Starfsmannamynd, SH1606012200, Ragna

Ragna Gestsdóttir

cinema-logo_23-2147503279

uk_flag_with_soccer_ball_400_clr_2850

38c2fe9d39841ae908a44c1e7c04d7f5

Lestu Séð og Heyrt alla daga.

 

Related Posts