Jóhann Helgi Hlöðversson (49) opnar sérstæðan veitingastað:

Jóhann Helgi í Vatnsholti fetar ekki alltaf troðnar slóðir. Hann og kona hans, Margrét Ormsdóttir, lifa spennandi og fjölbreyttu lífi þar sem hvert ævintýrið rekur annað. Þau hafa byggt upp stórglæsilegt sveitahótel í Vatnsholti í Flóahreppi, 16 km fyrir utan Selfoss. Þar breyttu þau fjósi, hesthúsi og hlöðu í veitingahús og hafa leyfi fyrir allt að 300 manns í sæti og þar eru 40 hótelherbergi. Í Vatnsholti hafa verið haldnar margar glæsilegar brúðkaupsveislur og mannfagnaðir af ýmsum toga. Til dæmis bjóða þau upp á villibráðarveislu, með meistarakokkinum Úlfari Finnbjörnssyni, fimmta árið í röð sem haldin verður síðustu helgina í nóvember.

HRIFIN AF HRÖFNUM: Hjónin Jóhann Helgi og Margrét hafa nú opnað fyrsta veitingahús sinnar tegundar á Íslandi þar sem gestir borða í kolsvarta myrkri. Staðurinn fékk nafnið Blind Raven.

HRIFIN AF HRÖFNUM: Hjónin Jóhann Helgi og Margrét hafa nú opnað fyrsta veitingahús sinnar tegundar á Íslandi þar sem gestir borða í kolsvarta myrkri. Staðurinn fékk nafnið Blind Raven.

raven

Kolsvart Jóhann Helgi og Margrét reka fyrirtækið Jóhann Helgi & Co sem sérhæfir sig í heildarlausnum á leik- og íþróttasvæðum og er með fjölda umboða, johannhelgi.is. Jóhann Helgi er einnig þekktur fyrir einstaka hæfileika í samskiptum við dýr og mætti til dæmis í Ísland Got Talent um árið með hrafninn sinn Krummu.

Að borða í myrkri er einstök upplifun
„Opnunin tókst stórkostlega vel og gestirnir voru í skýjunum yfir þessari mögnuðu upplifun og einstaklega góða mat,“ segir Jóhann Helgi. „Þetta er ótrúleg upplifun fyrir fólk og hin besta skemmtun svo ekki sé talað um matarupplifunina og getgáturnar um hvað er á diskunum,“ segir Jóhann Helgi og brosir ánægður með viðtökurnar við nýja staðnum. „Í myrkrinu falla allar grímur og feimnin er fljót að hverfa og allt verður einstaklega fyndið og skemmtilegt. Ólíklegasta fólk byrjar jafnvel að syngja. Þegar máltíðinni er lokið og fólk er leitt inn í hinn sýnilega heim þá eru margir enn gagnteknir af þessari einstöku upplifun. Fólk fær þá að sjá mynd af diskunum sem þau völdu og sjá þá hvort getgátur þeirra um réttina voru réttar.“

KOMDU KISA MÍN: Jóhann Helgi verður fimmtugur í október og mun halda veglega upp á afmælið og er von á miklu húllumhæi í Vatnsholti af því tilefni. „Ég tel mig eiga alla þá veraldlegu muni og hluti sem hugur manns getur girnst, en ég sakna kattarins í Taílandi og vil hitta hann aftur :) Það verður tips-kassi á staðnum mótækilegur fyrir frjáls framlög í ferðasjóð. Skemmtilegt afmæliskort er einnig vel þegið. Hlakka til að sjá þig/ykkur.“

KOMDU KISA MÍN: Jóhann Helgi verður fimmtugur í október og mun halda veglega upp á afmælið og er von á miklu húllumhæi í Vatnsholti af því tilefni. „Ég tel mig eiga alla þá veraldlegu muni og hluti sem hugur manns getur girnst, en ég sakna kattarins í Taílandi og vil hitta hann aftur 🙂 Það verður tips-kassi á staðnum mótækilegur fyrir frjáls framlög í ferðasjóð. Skemmtilegt afmæliskort er einnig vel þegið. Hlakka til að sjá þig/ykkur.“

Undirbúningurinn fyrir opnunina tók um tvö ár enda margt sem þurfti að hugsa út í og hanna, græja og gera. Blind Raven hefur hlotið feikilega góðar viðtökur og hugsa mörg starfsmannafélög og hópar sér gott til glóðarinnar. Blind Raven verður fyrst um sinn aðeins opið fyrir hópa og má senda pantanir og fyrirspurnir á info@hotelvatnsholt.is.

SÉR UM MATARTÖFRANA: Það er enginn nýgræðingur í bransansum sem sér um matseðilinn en meistarakokkurinn Úlfar Finnbjörnsson er höfundur réttanna. Hér stillir hann sér upp með þjónum staðarins.

SÉR UM MATARTÖFRANA: Það er enginn nýgræðingur í bransansum sem sér um matseðilinn en meistarakokkurinn Úlfar Finnbjörnsson er höfundur réttanna. Hér stillir hann sér upp með þjónum staðarins.

 

FRÉTTI AF FÍNUM MAT: Fréttahaukurinn Haukur Hólm var mættur á staðinn til að kanna hvort rétt væri að réttirnir væru fréttnæmir. Hann var alsæll með upplifunina, eins og aðrir gestir þessa kvölds.

FRÉTTI AF FÍNUM MAT: Fréttahaukurinn Haukur Hólm var mættur á staðinn til að kanna hvort rétt væri að réttirnir væru fréttnæmir. Hann var alsæll með upplifunina, eins og aðrir gestir þessa kvölds.

 

TÖFRAÐIST MEÐ: Töframaðurinn Einar Mikael var á meðal gesta og hér bíður hann spenntur, ásamt öðrum gestum, eftir að upplifa töfra matseðils Blind Raven.

TÖFRAÐIST MEÐ: Töframaðurinn Einar Mikael var á meðal gesta og hér bíður hann spenntur, ásamt öðrum gestum, eftir að upplifa töfra matseðils Blind Raven.

 

SVONA FER FERLIÐ FRAM: „Þetta fer þannig fram,“ segir Jóhann, „að gestirnir fá við komu matseðilinn í hönd og þar geta þeir valið um fjóra mismunandi liti. Rautt er fyrir kjöt, blátt fyrir sjávarrétti, grænt fyrir grænmetisrétti og hvítt fyrir algjöra óvissu. Þegar gestir eru búnir með fordrykk og velja lit af seðlinum ásamt því að velja sér drykk sem þeir vilja með matnum, þurfa þeir að taka af sér síma og annað sem getur gefið frá sér ljós. Því næst eru þeir leiddir inn í myrkvaðan sal þar sem þjónarnir bera nætursjónauka á höfðinu og passa upp á að veita góða þjónustu eins og við eðlilegar aðstæður.“

SVONA FER FERLIÐ FRAM: „Þetta fer þannig fram,“ segir Jóhann, „að gestirnir fá við komu matseðilinn í hönd og þar geta þeir valið um fjóra mismunandi liti. Rautt er fyrir kjöt, blátt fyrir sjávarrétti, grænt fyrir grænmetisrétti og hvítt fyrir algjöra óvissu. Þegar gestir eru búnir með fordrykk og velja lit af seðlinum ásamt því að velja sér drykk sem þeir vilja með matnum, þurfa þeir að taka af sér síma og annað sem getur gefið frá sér ljós. Því næst eru þeir leiddir inn í myrkvaðan sal þar sem þjónarnir bera nætursjónauka á höfðinu og passa upp á að veita góða þjónustu eins og við eðlilegar aðstæður.“

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts