Hljómsveitin ABBA kom nýlega fram live í fyrsta sinn í 30 ár:

Meðlimir ABBA komu gestum einkapartís skemmtilega á óvart síðastliðinn sunnudag þegar þau komu saman í fyrsta sinn í 30 ár, en um var að ræða veislu til heiðurs 50 ára samstarfi Bjorn Ulvaeus og Benny Andersson. Agnetha Faltskog og Anni-Frid Lyngstad fluttu lagið The Way Old Friends Do af plötunni Super Trouper sem kom út árið 1980 og undir lokin tóku þeir Ulvaeus og Andersson undir.

ABBA hefur selt meira en 400 milljón plötur um allan heim frá því að þau unnu Söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðvar árið með laginu Waterloo. Yfir 50 milljón manns hafa séð söngleikinn Mamma Mia! sem þeir Ulvaeus og Andersson framleiða og byggður er á helstu smellum ABBA.

Síðast komu ABBA fram opinberlega 1986 í sænska þættinum This Is Your Life, til heiðurs umboðsmanni þeirra Stig Anderson.

abba abba1

Lestu Séð og Heyrt alla daga.

Related Posts