Spennumyndin A Walk Among Tombstones er rétt handan við hornið:

 

A Walk Among the Tombstones segir frá Matthew Scudder (Liam Neeson), fyrrverandi löggu í New York sem nú gegnir hlutverki sem einkaspæjari. Tilveran er býsna róleg þangað til að eiturlyfjasali nokkur ræður hann til að komast að því hverjir tóku og myrtu eiginkonu hans. Myndin er byggð á þekktri skáldsögu eftir Lawrence Block sem skrifaði átján mismunandi bækur um Matthew Scudder. Ekki vantar heldur sjálfan Ólaf Darra Ólafsson (sem stóð sig með miklum prýðindum í True Detective þáttunum nýverið).

Related Posts