Þorsteinn Pálsson (68), fyrrverandi forsætisráðherra:

Þorsteinn Pálsson var meðal fjölmargra gesta sem voru við opnun sýningar Errós í Hafnarhúsinu og hreifst eins og aðrir af snjallri list þessa Íslendings sem lengur og betur hefur sinnt köllun sinni en flestir.

Erró

FLOTTUR: Þorsteinn Pálsson skemmti sér vel á sýningunni, vel tilhafður og smart.

Frumlegt „Þetta var mjög góð sýning og sérlega gaman að sjá hvernig hann fór af stað í þessum stíl sem hefur svo verið hans einkenni allar götur síðan. Ég verð nú að játa það að ég er mikill aðdáandi Errós. Mér finnst listsköpun hans mjög frumleg, ágeng og skemmtileg og sjálfur á ég eitt verk eftir hann,“ segir Þorsteinn Pálsson og bætir við að hann sé mikill listunnandi.

Erró

FRÁBÆR: Erró var virkilega ánægður með opnun sýningar sinnar. Hér er hann ásamt Berghildi Erlu, deildarstjóra kynningar- og markaðsmála Listasafns Reykjavíkur.

„Ég nýt þess mjög að skoða myndlist og hafa myndir hjá mér og í kringum mig. Þeir eru margir sem eru í uppáhaldi hjá mér en maður er einnig alltaf að uppgötva eitthvað nýtt og einnig gamalt. Það er mjög erfitt að bera Erró saman við aðra, hann er mjög sérstakur og stendur svolítið einn og sér en hefur vissulega staðið upp úr.“

ÿØÿábXExif

FLOTT: Erró sýndi gestum verk sín en hér hefur mynd eftir hann verið prentuð á peningabuddu.

Erró

FRÁBÆR FEÐGIN: Rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson og dóttir hans, Kolfinna Þorgrímsdóttir, skemmtu sér vel.

Erró

GLÆSILEGAR: Borgarfulltrúinn Elsa Yeoman lét sig ekki vanta. Hér er hún ásamt Ólöfu K. Sigurðardóttur, Lóu, safnstjóra Listasafns Reykjavíkur.

Sjáið allar myndirnar í nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts