Stefanía Svavarsdóttir (23) er í jólafíling:

Stefán Hilmarsson hélt jólatónleika í Silfurbergi í Hörpu. Þetta er í fyrsta sinn sem að hann heldur jólatónleika í Hörpu, en hann var áður með jólatónleikana í Salnum í Kópavogi. Stefanía Svavarsdóttir söngkona var ein þeirra sem kom fram á tónleikunum og var virkilega vel tekið líkt og öðrum sem komu fram á tónleikunum.
Jólaharpa „Þetta gekk vel og við erum í skýjunum með móttökurnar. Ég er komin í jólaskap og hlakka til að taka því rólega yfir hátíðarnar,“ segir Stefanía Svavarsdóttir sem er ein besta unga söngkona landsins.

Stefanía vakti fyrst á sér athygli í grunnskóla þegar hún sigraði í Söngkeppni Samfés og hefur hún verið syngjandi síðan þá. Hún bjó á tímabili í Berlín þar sem hún lagði stund á söngnám. En hún er hvergi nærri hætt að læra þrátt fyrir að áheyrendur viti ekki hvað megi bæta.

„Ég er að fara til Kaupmannahafnar í söngnám í nokkra mánuði. Ég verð í Complete Vocal Studio en fjölmargir Íslendingar hafa lært þar. Ég hlakka til að vera í Kaupmannahöfn,“ segir þessi glæsilega unga kona en það liggur beinast við að spyrja hvort einhver hafi stolið hjarta hennar og fari með henni út. „Nei, nei, ekkert slíkt, ég er á lausu og er ekki sérstaklega að leita að ástinni þessa dagana,“ segir söngfuglinn Stefanía sem er búin að stimpla sig rækilega inn í íslenskt tónlistarlíf.

Related Posts