Karitas Maren Sveinsdóttir (21) pakkar niður:

Karítas Maren fer sem fulltrúi Íslands í fegurðarsamkeppnina Miss Exclusive sem verður haldinn í tyrknesku borginni Izmir. Ferðalagið er langt og margt sem þarf að taka með í keppni af þessi tagi. Karítas Maren lauk nýlega námi sem sjúkraliði og starfar á Landsspítalanum.

fegurð

HLAKKAR TIL: Karítas Maren er spennt fyrir því að ferðast til Tyrklands og taka þátt í Miss Exclusive-keppninni.

Spennt „Ég fer sem fulltrúi Íslands, fer í staðinn fyrir Tönju Ýr sem var kjörin fegurðardrottning 2013 en hún komst ekki. Það er bara mánuður síðan ég fékk að vita að ég væri að fara til Tyrklands,“ segir Karítas Maren sem er komin með ferðafiðring.

Ferðast ein í fyrsta sinn
„Ég hef aldrei ferðast ein til útlanda áður og er bæði spennt og stressuð, þetta er langt ferðalag. Ég flýg til Kaupmannahafnar og þaðan til Istanbúl, hitti hina keppendurna þar og flýg svo áfram til Izmir. Þetta kom upp með svo stuttum fyrirvara að það hefur engin tök á að koma með. Mamma og Arnór, kærastinn minn, voru alveg til í að koma en þetta er langt og dýrt. Ég átti miða á Þjóðhátíð í Eyjum en seldi hann þar sem ég verð svo lengi úti. Ég kemst heldur ekki í útskriftarferðina. En svona tækifæri kemur ekki oft og er alltof spennandi til að sleppa því.“

 

fegurð

FYRSTA FERÐATASKAN: Karitas Maren átti ekki ferðatösku og þurfti því að fjárfesta í einni slíkri fyrir ferðina.

Íslenskt bikiní
„Við munum koma fram á sundfötum. Ég valdi að vera með íslenskt bikiní en það er frá Freydís hönnun en ég vil endilega vera með eins mikið af íslenskum fötum og ég get. Ég verð með íslenskan þjóðbúning og skartið, sem ég þurfti að tryggja, en það er næstum því tveggja milljóna króna virði. Ég er svolítið stressuð yfir því að ferðast með svona dýra hluti.“

Komst seint inn í keppnina
„Ég vann mér keppnisrétt fyrir Ungfrú Ísland þegar ég tók þátt í Ungfrú Norðurland árið 2012 en ég frétti það ekki fyrr en tveimur vikum fyrir keppnisdag að ég kæmist inn í Ungfrú Ísland. Ég lenti í þriðja sæti þannig að stuttur undirbúningstími kom ekki að sök. Ég frétti það bara fyrir mánuði síðan að ég væri að fara í þessa keppni. Það greinilega eltir mig að stökkva í svona keppnir með stuttum fyrirvara.“

fegurð

STENDUR MEÐ SINNI: Arnór er stoltur af kærustunni, þau eru samhent par og reka lítið fyrirtæki saman sem þau nefna Okkar hagur. Parið fjárfesti nýlega í íbúð og er að koma sér fyrir í henni.

Kærastinn stoltur og spenntur
„Arnór kærastinn minn er duglegur að styðja mig, það væri frábært ef að hann kæmist út, það þarf einhvern til að halda á öllum farangrinum og passa mig þarna úti,“ segir Karitas hlæjandi.“

„Fyrirkomulagið á keppninni er svipað og hér heima. Gönguæfingar og myndatökur. Við verðum með pakkaða dagskrá alla daga og langt fram á kvöld. Það verður vel passað upp á okkur þarna í Tyrklandi, við megum aldrei vera einar, þurfum að halda hópinn og það verða nokkurskonar lífverðir sem gæta okkar. Hótelið þar sem keppendur búa er algjört lúxushótel, það verður dekrað við okkur við förum í spa og nudd. Ég hlakka mikið til og lofa að standa mig vel fyrir hönd Íslands,“ segir Karítas Maren sem keppir um titilinn Miss Exclusive en lokakvöldið verður 15. ágúst.

 

Related Posts