Margt breytist á 20 árum og mannfólkið með.gullaugað

Árið 1994 blómstraði skemmtanalífið í Reykjavík sem aldrei fyrr og hér sjáum við aðalsprauturnar  með gullauga stjörnuljósmyndarans Björns Blöndal sem lengi hefur verið á ferðinni og er enn.

 

gullaugað

GAUKARNIR GALA: Guffi og Gulla á Gauknum áttu sviðið þegar kvölda tók fyrir 20 árum en svo skildu þau. Guðvarður Gíslason er nú að gera góða hluti með Gamla bíó og Guðlaug Halldórsdóttir lætur til sín taka á listasviðinu sem hönnuður og veitingakona.

 

gullaugað

GUMMI MEÐ NIKKUNA: Guðmundur Steingrímsson þenur nikkuna á balli, ungur að sjá þrátt fyrir gleraugun. Nú eru þau horfin og Björt framtíð tekin við en nikkan er alltaf innan seilingar.

 

gullaugað

SJÓÐHEIT SAMAN: Tommi á Hamborgarabúllunni og Ingibjörg Pálmadóttir athafnakona báru af öðrum pörum í bænum. Myndin er tekin þegar Tommi opnaði Skuggabar á Hótel Borg en Ingibjörg hafði teiknað innréttingarnar fyrir mann sinn. Svo skildu leiðir og Skuggabar heyrir líka sögunni til.

 

gullaugað

WORLD CLASS JUNIOR: Björn Leifsson í World Class rak skemmtistaði í Reykjavík áður en líkamsræktin tók yfir. Björn hefur breyst líkt og allt annað.

 

gullaugað

BÍÓPRINSINN: Björn Árnason í Sam-bíóum í hléi frá bíómyndunum með blómarós upp á arminn.

 

gullaugað

UNG STJARNA: Elma Lísa er heitasti molinn á leikhússviðinu í dag. Þarna er hún dökkhærð og varla byrjuð að leika.

Related Posts