Leifur Björnsson (36) og félagar vinna með stærsta tölvuleikjaframleiðanda í heimi:

Loftur Björnsson og hljómsveit hans Low Roar eru á barmi heimsfrægðar. Á nýlegri tölvuleikjaráðstefnu var frumsýnt kynningarmynd við nýjan tölvuleik eftir Hideo Kojima, einn frægasta tölvuleikjahöfund heims, sem notaðist við lag frá þeim og viðbrögðin sem þeir hafa fengið eru ótrúleg.

 

SH1606236847-5

PLATA Í HAUST: Low Roar vinna nú að nýrri plötu sem mun koma út í haust.

 

Í tölvuleikjaheiminum Við gerum mjög mikið af þessu, að setja músík í trailera,” segir Leifur Björnsson, hljómborðsleikari og forritari Low Roar, um hvernig það kom til að lagið þeirra I’ll Keep Coming endaði í kynningarmyndbandi fyrir tölvuleikinn Death Stranding sem var frumsýndur á tölvuleikjaráðstefnunni E3 í Los Angeles.

 

SH1606236847-3

FRAMTÍÐIN BJÖRT: Logi og Leifur stefna langt og hafa fengið verðskuldaða athygli fyrir tónlist sína.

 

Milljónir hlustenda

Þetta kom í gegnum management í L.A. Við erum með mann í að koma lögum í trailerum, þáttum. Ef ég á vera fullkomnlega hreinskilinn þá sá ég ekkert merkilegt við þetta fyrst en sá svo áhorfið á YouTube. Síðan þá hefur margt fólk haft samband sem þekkir þennan tölvuleikjaheim betur sem finnst þetta athyglsivert.” Eftir að kynningarmyndbandið fór í loftið hafa margar milljónir horft á það á Netinu og það skilaði sér vel til Low Roar en lagið þeirra fór í þriðja sæti á Spotify Global viral-listanum. Leikstjóri tölvuleiksins er líka þekktur fyrir að nota sömu lög í kynningarmyndböndum og tölvuleikjunum og því er ekki ólíklegt að lagið endi í Death Stranding. Það er á viðræðustigi en þú veist, það eru góðar líkur á því,” segir Loftur um hvort að slíkt væri tilfellið með lag Low Roar.

 

SH1606236847-1

EKKI LEIFUR HEPPNI: Leifur og aðrir meðlimir Low Roar hafa stritað fyrir árangrinum.

 

Strit

Allt sem gerist er ekki tilviljunum háð,” segir Leifur um hvernig þeir komust á þennan stað. Það er kannski gott að árétta að umboðsmaðurinn okkar hún Amy í LA er búin að strita fyrir okkur í þrjú ár. Við erum búnir að túra í tvö ár og búnir að spila í góðum og slæmum giggum. Við túruðum með Hozier og Ásgeiri Trausta í Bandaríkjunum og svo förum við á okkar eigin túra í Þýskalandi, Póllandi og Frakklandi.

 

Low Roar

SAMAN Í LA: Ryan, söngvari Low Roar, hitti Hideo Kojima í LA á E3 tölvuleikjaráðstefnunni.

 

Alþjóðlegt samstarf

Hljómsveitin sem hefur verið starfandi í fjögur ár er skipuð þeim Ryan, Loga og Leifi. Ryan flutti til Íslands fyrir fimm árum og kynntist hljómsveitarmeðlimum sínum í framhaldi. Hann kynntist stelpu frá Íslandi, flutti til Íslands og giftist henni. Logi trommarinn er svo frændi hennar og þeir tveir byrjuðu að spila saman,“ segir Leifur um upphaf hljómsveitarinnar. Við erum búnir að vera semja og taka upp efni fyrir næstu plötu í haust. Við erum búnir að vera í smápásu þar til núna til að koma okkur í skapandi gírinn. Um samstarfsfólk og þá sem standa þeim næst segir Leifur Við erum hjá Tonequake Records og allir eiginlega allir samstarfsaðilar vinna í L.A. og útgerðin er þaðan.”

 

 

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

 

Related Posts