Sælla er að gefa en þiggja og þá sérstaklega á jólunum þegar allir leggjast á eitt um að gefa – og reyndar þiggja líka.

Andi jólanna tekur á sig ýmsar myndir og Séð og Heyrt dregur ekkert af sér þegar kemur að aðventunni og færir öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu jólagjöf upp að dyrum og alla leið í gegnum bréfalúguna; nýjasta Séð og Heyrt í jólabúningi.

Verði ykkur að góðu!

Það er ekki hlaupið að því að gefa 75 þúsund jólagjafir eins og reyndin er í þessu tilviki. Og hvað þá að koma þeim til skila. En það hefur tekist eins og hver má sjá sem nú les þetta.

Jólagjöf Séð og Heyrt er ætlað að auka á jólagleðina á hverju heimili, stútfullt blað af spennandi efni þar sem jólin koma víða við sögu.

En Séð og Heyrt ætlar ekki að láta þar við sitja heldur halda áfram að gefa gafir í þessu formi á nýju ári þannig að fólk getur átt von á nýbreytni eftir áramót þegar þessi fjölmiðill, sem hefur að markmiði að gera lífið skemmtilegra, fer að berast líkt og jólagjöf í hvert hús með hækkandi sól, inn í vor og sumar og allt þar til næstu jól ganga í garð.

Með þessu er Séð og Heyrt að aðlaga sig að nýjum tímum í fjölmiðlun og rekur nú í raun tvo miðla. Blaðið með gamla laginu og svo á vefnum þar sem séðogheyrt.is er að hasla sér völl með því efni sem lengst af var einkennandi fyrir blaðið á árum áður en á kannski ekki erindi inn á hvert heimili óumbeðið. Þar er átt við viðkvæmari fréttir um hjónaskilnaði, skandala og fleira sem áfram má lesa á vefsíðunni

eir’kur j—nsson

sem heldur þeim dampi sem áður keyrði Séð og Heyrt í heimi sem um margt hefur breyst.

Okkar er ánægjan – að gera lífið skemmtilegra.

Eiríkur Jónsson

Related Posts