Að bæta andrúmsloftið í vinnunni:
Ómetanlegt er að vinna á góðum vinnustað þar sem allir vinna í sátt og samlyndi. Auðvitað getur alltaf eitthvað komið upp á, sumir höndla streitu illa og andrúmsloftið getur orðið rafmagnað. Þótt allt leiki í lyndi í vinnunni þinni er hægt að bæta um betur og hér koma nokkur góð ráð til að láta sér líða vel á þeim stað sem þú verð hvað mestum tíma þínum. Ráðin koma héðan og þaðan.

bowl-of-epsom-salt-with-scoop

FENG SHUI: Ef þú finnur fyrir spennu á milli vinnufélaga eða spenna ríkir milli þín og einhvers í vinnunni er hægt að notast við  Feng Shui-ráð.

1. Gerðu þér upp gleði
Stundum líður okkur illa, erum ósofin og jafnvel svolítið geðill í morgunsárið. Það versta sem við gerum er að láta slæma líðan okkar bitna á samstarfsfólkinu. Ef vanlíðan hrjáir þig er ágætis ráð að leika sig glaða/n, brosa þótt þig langi ekki til þess og jafnvel hlæja. Það er ótrúlegt hvað það getur bætt eigin líðan. Ef þú þekkir samstarfsfólk þitt vel er ekkert galið að láta það vita að þú sért ekki með hressasta móti. Örlítil samúð getur gert kraftaverk eða friður þangað til þér líður betur. Geðvonska og almenn fúlheit eiga ekki heima á vinnustaðnum … í raun hvergi. Fyrir mörgum árum vann ég með skemmtilegri konu sem þó átti til að vera morgunfúl. Fyrst tók ég því nánast persónulega og reyndi með ýmsu móti að hressa hana við. Smám saman hætti ég að nenna því og lét hana algjörlega í friði, bauð henni góðan dag og búið. Það leið kannski klukkutími í þögn, alls ekki óþægilegri, og svo var hún orðin sjálfri sér lík.

2. Burt með spennuna
Ef þú finnur fyrir spennu á milli vinnufélaga eða spenna ríkir milli þín og einhvers í vinnunni kemur hér Feng Shui-ráð sem er sagt virka vel, það getur alla vega ekki sakað að prófa.
1. Taktu tvær litlar skálar og settu tvær matskeiðar af sjávarsalti í hvora þeirra.
2. Komdu annarri þeirra fyrir í norðausturhluta herbergisins og hinni í suðvesturhlutanum.
3. Endurnýjaðu saltið á tveggja mánaða fresti.

3. Almenn vellíðan
Upp á almenna vellíðan er talið mjög gott að geta séð út um glugga frá vinnusvæði þínu eða skrifborði. Ef þú getur, reyndu þá að snúa þannig að þú getir horft út um glugga. Það að horfa út í náttúruna, þótt þú sjáir bara himin eða tré, ásamt húsum, er sagt gera fólki gott. Ef þú snýrð baki í glugga gæti verið sniðugt að koma fyrir litlum spegli sem vísar að glugga og þú getir notið þess að sjá út í gegnum hann og sótt þér orku þannig.

4. Klukkugaldur
Komdu fyrir klukku í norðvesturhluta vinnusvæðisins, skrifstofunnar, en það á að hjálpa þér við að geta skipt auðveldlega milli verkefna og við að vera skipulagðari og stundvísari.

Interiors Candle - Set Of Four Colourful Jar Tea Light Holders from The Contemporary Home

LITUR: Vissir þú að litur kertanna getur skipt máli?

5. Flöktandi kertaljós
Ef þú getur komið því við er afar gott að hafa kveikt á kerti á skrifborðinu þínu. Það mun koma orku þinni og sköpunarkrafti í gang. Mundu bara að hafa það á öruggum stað þar sem engin hætta er á að kviknað geti í t.d. pappírum og slökkva alltaf á því ef þú þarft að bregða þér frá. Sprittkerti í góðum og öruggum kertastjaka sem hylur þó ekki flöktandi ljósið, er langbest.

6. Planta við tölvuna
Ef þú vinnur við tölvu getur verið mjög gott að hafa plöntu nálægt henni. Talið er að það sé bæði orkugefandi og hollt að hafa blóm nálægt sér við vinnuna. Sumir halda því fram að blóm dragi úr rafsegulbylgjum frá tölvunni.

7. Kertaljós og kósíheit
Nú er kertaljósatíminn kominn á fullt skrið, mörgum til mikillar gleði, enda fátt meira kósí í skammdeginu en að hafa keikt á kertum. Vissir þú að litur kertanna getur skipt máli? Þú getur búið til ákveðna stemningu með þeim lit sem þú velur. Ef þú vilt slaka á, skapa rómantískt andrúmsloft, byrja á einhverju nýju eða óska þér auðlegðar heilsu og hamingju er bara að velja rétta litinn.
Gul kerti: Heilsa, hamingja, auðlegð.

Rauð kerti: Ást og ástríða.

Bleik kerti: Skemmtanir og sambönd.

Græn kerti: Nýtt upphaf.

Blá kerti: Hugarró og lærdómur.

Related Posts