Óskir á nýju tungli:

 

Flest eigum við einhverjar óskir sem við þráum að rætist. Þú getur prófað að ýta svolítið við lukkunni og flýtt fyrir góðu gengi. Gott er að gera það á nýju tungli. Hér á síðunni má finna lista yfir dagsetningar nýs tungls á þessu ári. Gangi þér vel.

 

1. Betra er að hafa óskirnar færri en fleiri, svo haltu þeim að minnsta kosti færri en tíu og hafðu þær skýrar.

writing-and-coffee

Á BLAÐ: Gott er að skrifa óskir niður á blað

 

2. Skrifaðu óskirnar niður á blað, það gerir listann persónulegri að handskrifa hann. Þú getur auðvitað gert uppkastið í tölvunni. Forðastu að nota svart blek en allir aðrir litir koma til greina.

 

3. Best er að gera listann að kvöldi til, daginn sem nýtt tungl byrjar. Þegar þú ert búin/n að skrifa hann skaltu koma þér vel fyrir og lesa hann upphátt. Hafðu trú á því að þér berist aðstoð við að öðlast þann kraft sem þú þarft til að láta vonir þínar og drauma rætast.

 

4. Þú getur valið á milli þess að brenna listann þegar þú ert búin/n að skrifa hann og lesa upphátt eða geyma hann á góðum stað en þannig áttu betra með að fylgjast með árangrinum.

 

5. Á næsta nýja tungli skaltu endurtaka þetta og gera óskalistann þinn upp á nýtt og þá auðvitað á nýtt blað. Hann þarf ekki að vera eins og hinn fyrri, þú getur endurskoðað hann og breytt eftir þörfum. Ef ósk þín snýr að ástinni er mælt gegn því að þú hafir sérstaka manneskju í huga. Hafðu allar dyr opnar varðandi þau mál og óskaðu þér frekar gæfu í ástamálum en að óskin snúist um einhvern ákveðinn eða ákveðna.

 

6. Gott er að hafa í huga að sumar óskir er hægt að skilja eftir í alheiminum í þeirri von að brugðist verði við þeim. Í öðrum tilfellum þarftu að gera eitthvað sjálf/ur í málunum. Hjálpin kemur til þeirra sem hjálpa sér sjálfir. Ef þig dreymir um ákveðið starf er harla ólíklegt að þér bjóðist það upp úr þurru. Sendu inn umsóknir, því fleiri, þeim mun meiri von um árangur. Og annað, þú tapar aldrei á því að leggja vinnu í starfsferilsskrána þína.

NewMoon

GÓÐUR LISTI: Listi yfir þá daga ársins þegar tunglið er nýtt

Nýtt tungl árið 2015
Hér er listi yfir þá daga ársins þegar tunglið er nýtt. Veldu einn af þeim og síðan næstu dagsetningu á eftir honum þegar þú endurgerir óskalistann mánuði seinna.
Þriðjudagur 20. janúar
Miðvikudagur 18. febrúar
Föstudagur 20. mars
Laugardagur 18. apríl
Mánudagur 18. maí
Þriðjudagur 16. júní
Fimmtudagur 16. júlí
Föstudagur 14. ágúst
Sunnudagur 13. september
Þriðjudagur 13. október
Miðvikudagur 11. nóvember
Föstudagur 11. desember

Related Posts