Ástin kveikir örlæti hjá flestum. Hamingjan gagntekur elskendurna og þeir vilja gleðja allt og alla í kringum sig en auðvitað mest þann sem fangað hefur hjarta þeirra. Hefðbundnar gjafir karla til kvenna eru skartgripir, blóm og súkkulaði og líklegt að allt þetta slái í gegn. Konur eiga hins vegar erfiðara með að finna eitthvað fallegt handa elskhugum sínum en hér eru nokkrar hugmyndir sem munu ábyggilega vekja lukku.

Mjúkir sokkar og smáhlutirgjafahugmyndir

Fatamerkið JÖR hefur slegið í gegn bæði hér heima og erlendis. Hjá því eru fáanlegir einstaklega mjúkir og góðir sokkar úr bambus. Þeir eru fallega mynstraðir og nokkuð öruggt að ástfanginn karl kunni að meta þá. En þar eru einnig fáanleg kortaveski, skeggolía frá MCMC og stílhreinar töskur undir hreinlætisvörurnar í ræktina. Nú og ef einhver vill vera stórtækari má kaupa skyrtur, vesti, peysur, skó eða buxur úr þessari alíslensku herralínu.
VI1502031353-2

Skyrtur Indriða

Indriði Guðmundsson klæðskeri lést langt fyrir aldur fram en hann var talinn einn alfærasti sníðameistari landsins. Nú hafa ekkja hans, Ingibjörg Marteinsdóttir, og Styrmir Goðason, samstarfsmaður hennar, hafið framleiðslu á skyrtunum hans að nýju. Þær eru seldar í Herragarðinum í Kringlunni og Smáralind og verða ævinlega uppáhaldsskyrtur eigenda sinna.

gjafir
Fyrir útvistarmanninn

Mun þægilegra er að velja gjafir handa þeim sem eiga áhugamál eða stunda einhvers konar tómstundagaman. Alls konar skemmtilega hluti má finna handa útivistarmanninum en nefna má litla bakpoka fyrir dagsferðir, góða sokka í gönguskóna, skrefamælir, hitabrúsa, drykkjarflösku, nestisbox og fleira og fleira. Bækur eru líka einstaklega góð gjöf fyrir þennan hóp t.d. bækur um gönguleiðir, fjöll á Íslandi, hella, blóm og steina. Sú sem vill vera rausnarleg við manninn í lífi sínu ætti þá að kaupa Lífríki Íslands, fallega bók fulla af ómetanlegum fróðleik.

923843
Kokkurinn í stuði

Mjög margir karlmenn hafa áhuga á matargerð og setja oft upp svuntuna. Þá má gleðja með fallegum matreiðslubókum en fyrir jólin komu út tvær sérlega góðar, Læknirinn í eldhúsinu eftir Ragnar Frey Ingvarsson og Stóra alifuglabókin eftir Úlfar Finnbjörnsson.

Í leit að bráð
gjafir
Margir karlmenn hafa gaman af að veiða, stunda bæði skotveiði og stangveiði. Ótalmargt smálegt er að finna í veiðibúðum sem gleðja mun þann sem alltaf er í leit að bráð. Nefna má flugubox, nýjar flugur, góðar línur, laxaháfa og annan búnað sem slitnar. Skotveiðimaðurinn getur alltaf notað skotabelti, leirdúfur til æfinga og gervifugla.

Rómantíkin allsráðandi
gjafahugmyndir
Þær sem vilja vera rómatískari og eiga litla peninga ættu að hafa í huga að allir hafa gaman af að heyra falleg orð um sjálfan sig. Það má skrifa helstu kosti hans á blað eða í litla bók og gefa honum. Gefa honum skriflegt loforð um morgunverð í rúmið með beikoni, eggjum, pönnukökum og pylsum, ávísun á uppáhaldsmatinn eða gott axlanudd.

 

Texti: Steingerður Steinarsdóttir

Related Posts