Lærðu að sleppa takinu:

Árið 2015 nálgast óðfluga. Á þessum tíma fara margir yfir liðið ár og sjá fyrir sér það næsta. Flest viljum við gera betur og strengjum áramótaheit til að reyna að stefna áfram. Áramótin eru alltaf viss tímamót. Þau skilja að árin og ýta okkur út í að gera ný plön eða dusta rykið af þeim gömlu. Og þá er ekki úr vegi að fá nokkur ráð til að skilja fortíðina eftir.

Sleppið tökunum
Nútíðin og framtíðin skipta meira máli en fortíðin. Dveldu í núinu og hugaðu að framtíðinni. Taktu eftir litlu hlutunum í kringum þig. Litunum í umhverfinu. Núvitund hjálpar okkur að meta daginn í dag. Við getum afskaplega lítið gert í því sem átti sér stað í gær. Nema auðvitað lært af því og haldið áfram.

Fyrirgefið – Sjálfum ykkur og öðrum
Það er afskaplega erfitt að dvelja í reiðinni. Flestir lenda í áföllum á lífsleiðinni. Og misjafnt er hversu mikil áhrif það hefur á okkar daglega líf og erfitt getur verið að vinna úr þeim. En það er samt svo mikilvægt að fyrirgefa. Ekki bara sér heldur öðrum líka. Það er eðlilegur hluti af lífinu að reiðast en að halda í reiðina getur haft slæm áhrif á okkur og fólkið í kringum okkur.

Sýnið þolinmæði
Engin verður fullkomin/n á einum degi. Það er algjörlega sannað. Sýnið þolinmæði. Leyfðu þér að gera mistök og lærðu af þeim. Einnig er gott að setja sér markmið að læra að sýna öðrum þolinmæði. Slepptu tökunum á gamalli gremju og farðu að velta fyrir þér af hverju fólkið, sem kannski er erfitt að sýna þolinmæði, hagar sér eins og það gerir. Það hefur áhrif, vittu til.

Opnið ykkur
Hleyptu bæði nýjum ævintýrum og nýju fólki í líf þitt. Það halda því margir fram að ef við höldum of fast í fortíðina þá lokumst við af. Náum ekki að blómstra og taka þátt í núinu. Það gæti verið eitthvað til í því. Það væri því ráð að leggja sig fram um að þefa uppi ævintýri og vera opin/n gagnvart umhverfi sínu.

Sættið ykkur við aðstæður
Það ráða ekkert allir við hlutskipti sitt í lífinu. Sumir fæðast ríkir, aðrir fátækir, enn aðrir heilsuhraustir á meðan sumir berjast við heilsuleysi. Við ráðum kannski ekki aðstæðum okkar. En við ráðum viðbrögðum okkar. Það er líklega einhver gleði í nærumhverfi allra. Prófaðu að einblína á hana í smátíma. Kannski verða þá erfiðar aðstæður bærilegar um tíma.

Related Posts