Hjálmar Þórarinsson (29) og Magnea Rivera (70) ástfangin:

Hjálmar Þórarinsson og Magnea Rivera láta aldursmun ekki stoppa sig þegar það kemur að ástinni en 41 árs aldursmunur er á parinu. Þau kynntust í Hugarafli en þangað hafa þau bæði sótt vegna geðrænna vandamála sinna. Þau láta skoðanir annarra ekki á sig fá og lifa í núinu, hamingjusöm saman.

Glímdi við þunglyndi „Við kynntumst í Hugarafli sem er eins konar heilsugæsla fyrir fólk sem er búið að vera glíma við geðræn vandamál. Þetta er sem sagt svona eftirlit. Ég var að glíma við þunglyndi og Magnea hefur verið að glíma við kvíða og einhver geðhvörf,“ segir Hjálmar.

„Ég er 29 ára og hún er nýorðin sjötug. Ástin spyr ekkert um aldur. Það er aðallega bara eitthvað í samfélaginu, við pælum ekkert í þessu og erum ekki að hugsa út í það þótt einhverjum finnist það skrítið að við séum par. Það er auðvitað erfitt að vera alveg sama um álit fólks en við látum það ekki stoppa okkur. Við höfum svo sem ekki orðið fyrir neinu aðkasti en fólki finnst þetta oft skrítið. Maður fær stundum að heyra smágrín um þetta sem er oftast mjög léttvægt en það getur orðið þreytandi til lengdar,“ segir Hjálmar spurður út í viðbrögð fólks yfir sambandinu.

Lesið viðtalið allt í nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts