Svefninn er mikilvægur, eins og við vitum öll, og góður svefn færir okkur ekki aðeins betri afköst, heldur einnig hamingjuríkara líf. Lykillinn að góðum nætursvefni sem fyllir þig orku fyrir næsta dag og gefur þér meiri velgengni er ekki bara magnið, heldur skipta gæði hans jafnmiklu máli.

Of lítill svefn er skaðlegur heilsu okkar. Árið 2009 var gerð rannsókn þar sem nokkrir hópar fólks fengu misjafnlega langan svefntíma. Hóparnir fengu átta tíma, sex tíma, fjóra tíma og engan svefn. Fólkið sem fékk sex tíma svefn í tíu daga samfleytt gerði sömu mistök og þeir sem höfðu ekkert sofið í sólarhring. Önnur rannsókn, gerð 1997, sýndi að þeir sem sváfu skemur en átta tíma glímdu við lakara minni, síðri hæfileika til að taka ákvarðanir og glímdu við mikinn einbeitingarskort. Of lítill svefn hefur verið tengdur við óhöpp í umferðinni, slæma frammistöðu í vinnu, vandamál í samböndum og skapsveiflur.

Rannsókn sem gerð var árið 2005 sýndi fram á að svefnleysi getur oft tengst tilhneigingu til þunglyndis og kvíða og valdið hættu á skapröskunum. En gæði svefnsins skipta máli líka. Samkvæmt rannsókn árið 2010 kom í ljós að órólegur og lítill svefn getur valdið mikilli neikvæðni á meðan góður svefn leiðir til mun jákvæðari tilfinninga. Í rannsókn gerðri á síðasta ári á hópi kvenna kom í ljós að því betri sem svefn þeirra var þeim mun ánægðari voru konurnar næsta dag. Fullnægjandi gæðasvefn getur aukið hamingju okkar.

Hugsaðu jákvætt

… um allt það góða í lífi þínu, lestu ljúfa bók eða horfðu á sjónvarpsþátt eða mynd sem gleður þig áður en þú ferð í bólið.

Sofðu í dimmu herbergi

Með því að sofa með næturljós logandi, götuljós sem skín inn um gluggann þinn eða með sjónvarp eða tölvu í gangi kemur það í veg fyrir að vellíðunarhormónið melatónín virki sem skyldi.

Forðastu æsandi aðstæður

Fólk sem var látið sjá truflandi myndefni áður en það lagðist til svefns sýndi sterka svörun við myndunum bæði rétt áður en það sofnaði og einnig eftir að það vaknaði. Það sýndu niðurstöður rannsóknar sem voru birtar í The Journal of Neuroscience árið 2012.

Vaknaðu með blómum

Harvard-rannsókn árið 2006 sýndi að konur sem sjá blóm þegar þær vakna væru hamingjusamari og áhyggjulausari heimafyrir, auk þess sem þær væru orkumeiri í vinnunni.

Related Posts