Óskar Einarsson (49) er kraftmeiri en flestir:

Tónlistarmaðurinn og crossfit-þjálfarinn Óskar Einarsson er orkumeiri en flestir sem maður mætir á lífsleiðinni. Hann stýrir nokkrum kórum, spilar á fjölmörgum tónleikum og æfir crossfit af kappi. Hann var á fótboltavellinum alla daga sem barn og stefndi að atvinnumennsku þar til örlögin gripu í taumanna.

Ástríða „Ég var staðráðinn í að verða atvinnumaður í knattspyrnu og ætlaði mér að verða næsti Arnór Guðjohnsen. Ég var á fótboltavellinum alla daga langt fram á kvöld en sleit liðþófa þegar ég var 15 ára og þurfti því að hætta í fótboltanum, það var mikið áfall fyrir mig,“ segir Óskar Einarsson sem er einn þekktasti tónlistarmaður og kórstjóri landsins.

Þegar Óskar hóf nám í Menntaskólanum á Akureyri var hann bundin við hækjur eftir aðgerð á liðþófanum. „Ég hoppaði um ganga skólans og upp stigana á hækjum, þetta var mér virkilega erfitt andlega, því að ég var alltaf staðráðin í að fara í atvinnumennsku. En ég trúi því að guð hafi verið að vinna sitt verk og stigið inn í með þessum hætti, því að ég henti mér af fullum þunga í tónlistarnámið. Foreldrar mínir sendu mig í tónlistarnám þegar ég var sex ára en ég hætti þegar ég var 13 ára til að einbeita mér að fótboltanum, svo bjartsýnn var ég á að líf mitt myndi teiknast upp á fótboltavellinum.“

óskar einarsson tónlistarmaður, crossfit

FJÖLHÆFUR: Óskar leikur á fjölmörg hljóðfæri en píanóleikur er hans aðalsmerki og er hann þekktur fyrir að sitja lítið kyrr þegar hendurnar hlaupa um lyklaborðið á ógnarhraða.

Það þarf ekki að orðlengja það en Óskar hefur starfað við tónlistina allar götur síðan. Hann er ekki einhamur á þeim velli frekar en öðrum en hann leikur á píanó og blásturshljóðfæri auk þess að vera með masters-gráðu frá virtum tónlistarháskóla í Miami.

„Það var góð ákvörðun að fara út til Bandaríkjanna í framhaldsnám. Við fjölskyldan nutum okkar vel þar. Ég var alltaf staðráðinn í að fara út og vildi helst fara þangað sem að sólin skín.“

 

Aldís Pálsdóttir, Crossfit Reykjavík, Garðar Benedikt Sigurjónsson, líkamsrækt, Óskar Einarsson, sterkur, séð & heyrt, SH1605189439

MASSAÐUR Í DRASL: Það er óhætt að segja að Óskar er massaður í drasl. Það dugar ekkert hálfkák á þessum bæ.

Sálin í gospelinu
„Margir halda að ég hafi lært gospel-tónlistina úti í Bandaríkjunum en ég var löngu farinn að sinna henni áður. Það er kraftur og orka í gospelinu, tónlistin höfðar til margra. Flestar af stóru söngdívum Bandaríkjanna hófu að syngja í kirkjum, Withney Houston og Mariah Carey svo einhverjar séu nefndar. Það er svo mikil orka og kraftur í tónlistinni.“

Trúin er stór hluti af lífi Óskars og fjölskyldu hans. En hann tilheyrir Fíladelfíu og starfar þar og fyrir þjóðkirkjuna en hann er einnig kórstjóri í Lindakirkju. „Trúin er hluti af minni tilveru, ég þekki ekkert annað og er ekki feiminn við mína trú. Ég lem engan í höfuðið með biblíunni, það verður hver maður að eiga sína sannfæringu svo lengi sem hún er ekki meiðandi. Ungt fólk á ekki að vera feimið við trúna. Það er margt ungt fólk í okkar söfnuði, dyrnar standa því opnar.“

 

Eiginkonan 18 ára þegar þau giftust
„Við Bente eiginkona mín kynntumst þegar ég var 18 ára og hún 15 ára, við höfum verið saman síðan. Ég var 22 ára þegar að við gegnum í hjónaband og hún 18 ára. Við fluttum saman eftir að við giftum okkur. Eiginkona mín er minn félagi í lífinu. Hún æfir með mér og við reynum að eiga stundir saman í miðri viku en ég er oftast upptekinn á kvöldin og um helgar. Við gerðum okkur heitan pott í garðinum og njótum þess að slaka á þar þegar færi gefst og vinna í garðinum.“

óskar einarsson

ÆSKUÁST: Óskar og eiginkona hans, Bente Bensdóttir, hafa verið saman frá því að þau voru táningar. Bente var einungis 18 ára þegar að þau Óskar gengu í hjónaband.

 

Kraftur og úthald
Óskar er í hörkuformi og æfir helst á hverjum degi, hann raðar deginum þannig að hann hefst á æfingum. Hann er innmúraður í CrossFit Reykjavík en hann kom að stofnun þess á sínum tíma og hefur starfað þar sem þjálfari. Margir félagar úr kórum hans eru komnir á fullt að æfa og hefur Óskar verið þeim mikil hvatning.

 

Aldís Pálsdóttir, Crossfit Reykjavík, Garðar Benedikt Sigurjónsson, líkamsrækt, Óskar Einarsson, sterkur, séð & heyrt, SH1605189439

GEFUR EKKERT EFTIR: Óskar æfir crossfit af kappi hann gefur ekkert eftir og er með þeim hörðustu á svæðinu.

„Það er ekki nóg að , mataræðið skiptir öllu máli,“ segir Óskar og dregur fram nestið sem að hann hefur með sér yfir daginn. En það er margréttað og hlutföllin rétt á milli á prótína og kolvetna, nestinu er haganlega komið fyrir í litlum boxum sem auðvelt er að ferðast með á milli staða. „Ég kæmist ekki í gegnum daginn á samloku og gosi, dagarnir eru oft langir þar sem ég þeytist á milli kóræfinga, útfara og annarra verkefna sem bíða mín á daginn. Ég æfi oftast milli klukkan 9-11 á morgnana, þá eru fáir í húsinu og ég get einbeitt mér. Vinnudeginum lýkur yfirleitt seint á kvöldin og því hentar ekki að fara á æfingar eldsnemma á morgnana.“

Aldís Pálsdóttir, Crossfit Reykjavík, Garðar Benedikt Sigurjónsson, líkamsrækt, Óskar Einarsson, sterkur, séð & heyrt, SH1605189439

KRAFTUR OG ORKA: Óskar Einarsson tónlistarmaður, útsetjari, upptökustjóri og kórstjóri, svo fátt eitt sé nefnt, er afkastamikill.

En hverju skyldi Óskar þakka velgengnina? „Ég bið mínar bænir og ég veit að guð hefur sitt lag á að beina lífinu í réttan farveg, þó að við skiljum ekki alltaf hvert hann vill leiða okkur þá hefur hann sín plön. Ég hef líka verið lánsamur með þá kennara sem hafa orðið á vegi mínum í lífinu. Það á bæði við um Finn og Ingimar Eydal tónlistarkennara sem gáfu svo mikið og aðra kennara sem hafa verið vörður á vegi mínum og undirstrikar það fyrir mér hversu mikilvægir góðir kennarar eru.“

 
Óskar er afkastamikill tónlistarmaður, hann spilar á fleiri tónleikum en hann hefur tölu á en auk þess hefur hann unnið við eigin tónsmíðar. „Ætli ég sjái ekki mest eftir því að vinna ekki meira í eigin tónlist, það er á stefnuskránni að vinna meira í henni. Kannski að ég fagni fimmtugasafmælinu á næsta ári með tónleikum með eigin lögum, aldrei að vita,“ segir Óskar Einarsson og er þar með stokkinn af stað.

 

 

Lesið Séð og heyrt á hverjum degi!

Related Posts