Justin Bieber (21) kemur til Íslands:

Söngvarinn og ofurstjarnan Justin Bieber mun halda tónleika í Kórnum í Kópavogi 9. september 2016.

Samkvæmt upplýsingum frá tónleikahöldurum verða þetta stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið  á Íslandi en 19.000 miðar verða í boði.

Rokkararnir í Metallica héldu tónleika í Egilshöll árið 2004 og þangað mættu um 18.000 manns.

Talið er að miðaverð á tónleikana verði að minnsta kosti 19.000 krónur og því mun miðasala skila inn að minnsta kosti 360 milljónum króna.

Áætlað er að Justin Bieber taki um 3 milljónir dollara fyrir hverja tónleika en það gera um 390 milljónir króna.

Það er því nokkuð ljóst að einhverjir miðar muni kosta meira og að hagnaður tónleikahaldara verði ekki gríðarlegur.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts