Einar Kárason rithöfundur varð sextugur á dögunum og hélt upp á daginn með því að leika fótbolta með félögum sínum í Laugardalnum líkt og hann hefur gert í mörg ár.

Í viðtali í nýjasta Séð og Heyrt kemur Einar víða við og nefnir til sögunnar mestu raun lífs síns:

Harður slagur Einar er við hestaheilsu en Hildur Baldursdóttir (58), eiginkona hans, er ekki jafnheppin og hann.
„Hildur greindist með krabbamein fyrir þremur árum og það var mikill og harður slagur. Það er allt á uppleið núna en stóð mjög tæpt um tíma,“ segir Einar.
Ekki er vitað hvort Hildur sé laus við meinið en Einar segir allar vonir til þess og allt virðist á góðri leið.
„Það er talað um að þetta sé krítiskt í fimm ár eftir að fólk læknast og við erum ekki nema hálfnuð með þann tíma. Þetta er það versta ég hef lent í,“ segir hann.
„Við höfum verið saman frá því við vorum rétt rúmlega tvítug en hún er tveimur árum yngri en ég og að sama skapi vitrari.“

Einar Kárason

EINAR Á VELLINUM: Skoraði mark í sextugsafmælinu.

 

Related Posts