Díana prinsessa af Wales var 36 ára þegar hún lést

HEIMSBYGGÐIN MISSTI EINSTAKA KONU OG MANNVIN

Díana var fædd 1. júlí 1961, fjórða barn og þriðja dóttir, hjónanna Edward John Spencer, 8. jarl af Spencer og fyrri eiginkonu hans, Frances Roche, greifynju af Althrop. Þegar faðir hennar erfði jarlstitilinn 1975, öðlaðist Díana nafnbótina lafði.

Díana giftist Karli Bretaprinsi 29. júlí 1981 og var athöfninni í St. Paul´s dómkirkjunni sjónvarpað um allan heim og er áætlað að yfir 750 milljón manns hafi horft á útsendinguna. Díana öðlaðist fleiri nafnbætur við ráðahaginn og ein þeirra var prinsessa af Wales.

lady-di-2 Princess_Diana_wedding_dress

diana_de_gales_960x540

Díana og Karl eignuðust tvo syni, William 21. júní 1982 og Harry 15. september 1984, og eru þeir annar og þriðji í erfðaröðinni að bresku krúnunni á eftir föður sínum. Díana og Karl skildu 28. ágúst 1996.

article-1161628-0085139D00000258-106_468x286

Þrátt fyrir að vera fædd, uppalin og gift inn í breskt ríki- og konungsdæmi var Díana alltaf prinsessa fólksins, hún var alþýðleg, alúðleg og góð við alla sem hún hitti, bæði persónulega og við opinberar athafnir, studdi við fjölda góðgerðarmála og mátti ekkert aumt sjá.

Hún glímdi eigi að síður við þunglyndi og átraskanir og tjáði sig um það opinberlega við fjölmiðla.

Fjölmiðlar héldu áfram að fylgjast grannt með Díönu eftir skilnað hennar við Karl og brotthvarf hennar frá bresku konungsfjölskyldunni. Sambönd hennar við aðra karlmenn voru eilíft umfjöllunarefni fjölmiðla, en Díana var meðal annars í sambandi við Dodi Fayed, sem var sonur epypska milljarðamæringsins Mohamed Al-Fayed.

Loginn brann út en goðsögnin lifir
Þann 31. ágúst 1997  létust Díana og Dodi í hörmulegi bílslysi í undirgöngum í París, ásamt bílstjóra þeirra. Lífvörður þeirra lifði slysið af. Slysið var ð með þeim hætti að ökumaðurinn keyrði á steinsúlu í undirgöngunum. Ljósmyndarar höfðu elt bílinn frá hóteli í París og var talið að þeir hefðu ollið slysinu. Rannsókn leiddi síðar í ljós að ökumaðurinn bílsins hafði verið ölvaður og keyrt langt yfir hámarkshraða.

Andlát Díönu var reiðarslag fyrir aðdáendur hennar um allan heim og mikil sorg ríkti í Bretlandi eftir slysið. Útför Díönu fór fram í Westminster Abbey og mikill mannfjöldi fylgdi henni til grafar. Útförinni var einnig sjónvarpað um allan heim og horfðu um 2 billjónir á útsendinguna.. Mikil sorg ríkti í Bretlandi eftir slysið og geysilegur mannfjöldi fylgdi prinsessunni til grafar.

Far vel Englands rós
Söngvarinn Elton John fékk Bernie Taupin til að endurskrifa texta lagsins Candle in the Wind frá 1973, sem samið var um Marilyn Monroe og flutti það í útförinni til heiðurs minningu Díönu. Lagið var gefið út á diski og er enn annar mest seldi „single allra tíma.

14100256_10154525020028628_8611378941571657988_n

Lestu Séð og Heyrt alla daga.

 

Related Posts