dagný

FORSÍÐUDROTTNING: Dagný Rós prýddi nýlega þessa forsíðu og gefur frægustu fyrirsætum heims ekkert eftir.

Dagný Rós Ásmundsdóttir (43) kennir Belgum góða matarsiði:

Dagný Rós er sannkölluð stórstjarna í Belgíu, ferill hennar hefur verið ævintýri líkastur. Dagný Rós er tíður gestur í belgískum blöðum auk þess sem hún kemur reglulega fram í sjónvarpi og útvarpi þar í landi.

Dagný

ÖNNUR ANGELA: Nú má Angela Lawson fara að vara sig.

Matgæðingur „Þetta hefur verið alveg hreint ótrúlegt ævintýri allt saman. Ég flutti fyrst út til Antwerpen árið 1996 til að fara í nám og kom ekki heim fyrr en tíu árum síðar. Svo var það haustið 2007 að ég skrapp út til Antwerpen til að hitta vini mína og var svo ljónheppin að hitta núverandi eiginmann minn og nokkrum mánuðum síðar var ég flutt aftur út með drengina mína tvo og er hér enn,“ segir Dagný Rós.

Ekkert kokkapróf

Dagný fékk gott eldhúsuppeldi hjá móður sinni, Biddý, sem var þekkt fyrir veisluborð og kræsingar. En þrátt fyrir það er Dagný ekki menntaður kokkur.

„Ég myndi ekki hika við að fara í kokkinn í dag. Ég er menntuð í viðskiptafræði og mannauðsstjórnun, það hefur vissulega hjálpað mér í rekstrarhlutanum en er ekkert líkt matreiðslu. Mamma var alltaf í eldhúsinu og er algjör meistarakokkur og vann við veisluþjónustu. Við systkinin hjálpuðum henni mikið og erum því öll heimavön í eldhúsinu.“

Stjarna á einni nóttu

SH-1513-93-43773

BÓKIN: Dagný Rós er stolt af bókinni og hlakkar til að fylgja henni eftir.

„Ég vildi starfa sjálfstætt og opnaði Fisk Boutique sem var veisluþjónusta og seldi líka heitan mat í hádeginu, svipað því sem Fylgifiskar gera á Íslandi. Ég seldi svo reksturinn þegar ég gekk með þriðja barnið, þurfti að hvílast á meðgöngunni. Ég rak þetta í þrjú ár og það var virkilega lærdómsríkt. En á sama tíma og ég seldi búðina var haft samband við mig vegna sjónvarpsþátta. Það voru framleiðendurnir sem buðu mér að vera með námskeið í norrænni matargerð, ég var sett í prufu fyrir nokkra þætti. Boltinn rúllaði hratt og áður en ég vissi af var ég meðstjórnandi í Young Masterchef og var líka í morgunverðarþætti.“

Fjórða barnið

„Ég kalla bókina mína fjórða barnið mitt, hún er loksins komin út. Meðgangan var nokkuð löng en vel þess virði. Hún kallast Easy Iceland og ég er virkilega stolt af henni og auðvitað var ég í lopapeysu á forsíðunni, annað kom bara ekki til greina. Næsta verkefni er að fylgja bókinni eftir. Hvort ég komi heim til að elda fyrir Íslendinga það verður tíminn að leiða í ljós, ég er sátt þar sem ég er í dag,“ segir Dagný Rós – sú íslenska sem heillað hefur Belga upp úr skónum.

Sjáið allar myndirnar í nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts