Eddie Izzard (53) finnst Hugleikur (37) fyndinn:

KÁTUR: Hulli gaf Eddie Izzard bók fyrir tíu árum.

KÁTUR: Hulli gaf Eddie Izzard bók fyrir tíu árum.

Breski uppistandsgrínarinn og leikarinn Eddie Izzard ætlar að gleðja landann með bráðfyndinni nærveru sinni á laugardagskvöld. Koma Izzard var boðuð með litlum fyrirvara og strax varð eðlilega nokur æsingur í miðasölunni.

Izzard virðist hafa komið sér upp þeirri hefð að sækja Ísland heim á tíu ára fresti en hann kom fyrst hingað 1995, síðan 2005 og svo núna 2015. Þegar Izzard skemmti hér síðast mætti myndasögumaðurinn Hugleikur Dagsson á staðinn, enda einlægur aðdáaandi Izzards.

Hulli hafði meðferðis áritað eintak af bók sinni Our Prayer þar sem bestu sögunum úr bókum hans Elskið okkur og Drepið okkur hafði verið safnað saman og þær þýddar á ensku. Hulli fékk Kastljóss-stjörnuna fyrrverandi, Þóru Tómasdóttur, til þess að færa Izzard bókina en hún tók við hann viðtal baksviðs, fyrir unglingaþáttinn Ópið, skömmu fyrir sýninguna.

HAHAHA: Eddie Izzard fannst Hulli fyndinn.

HAHAHA: Eddie Izzard fannst Hulli fyndinn.

Hulli hafði áritað bókina: „Eddie Izzard. You are very nice. “ Izzard var hæstánægður með gjöfina og gaf sér tíma til að blaða í bókinni áður en hann steig á svið, hló upphátt og sagði sögur Hulla bráðskemmtilegar.

Hulli var að vonum í sjöunda himni með viðtökurnar, og er það sjálfasgt enn, enda vandséð að hægt sé að fá betri meðmæli en hlátur Eddie Izzard.

 

 

 

 

SENDILLINN: Þóra Tómasdóttir sá um að koma bókinni til skila.

SENDILLINN: Þóra Tómasdóttir sá um að koma bókinni til skila.

STUÐ: Frétt Fréttablaðsins síðan í mars 2005.

STUÐ: Frétt Fréttablaðsins síðan í mars 2005.

Related Posts