Sannir tónlistarunnendur með hinn eina rétta músíksmekk verða eflaust fyrir  gífurlegum vonbrigðum þegar þeir sjá hér svart á hvítu staðreyndirnar um tónlistarsmekk alþýðunnar …

 

1. Hljómsveitin Creed hefur selt fleiri plötur en sjálfur Jimi Hendrix!

2. Stórsveitirnar Led Zeppelin, R.E.M. og Depeche Mode hafa aldrei komið smáskífu á toppinn á meðan Rianna hefur gert það … TÍU sinnum!

3. Smáskífan Tik-Tok með Ke$hu seldist meira en nokkur plata Bítlanna nokkurn tíma og meira en smáskífur Adele eða Nirvana!

4. Rapparinn Flo Rida (Tramar Dillard) seldi lagið Low í átta milljón eintökum, sama og lagið Hey Jude með Bítlunum seldist!

5. I Gotta Feeling með The Black Eyed Peas er vinsælla en nokkurt lag með Elvis Prestley eða Simon og Garfunkel!

6. Haldið ykkur fast, Falling Into You með Celine Dion hefur selst betur en nokkur plata með Queen, Nirvana eða Bruce Springsteen!

7. Plata Shaniu Twain, Come On Over, hefur selst betur en nokkur plata með Whitney Houston eða PINK FLOYD!

8. Kate Perry stendur jafnfætis Michael Jackson með flest eintök seld af smáskífu.

9. Barbra Streisand hefur selt fleiri plötur (140 milljónir) en Pearl Jam, Johnny Cash og Tom Petty TIL SAMANS!

10. Fjöldi fólks keypti kántríplötu Billy Ray Cyrus, Some Gave All, eða 20 milljón manns. Fleiri en hafa keypt nokkra plötu með Bob Marley!

11. Glee-hópurinn úr sjónvarpsþáttunum hefur komið fleiri lögum á vinsældalista en sjálfir Bítlarnir! Við leggjum ekki meira á ykkur!

 

Related Posts